[sam_zone id=1]

Ítalinn Massimo Pistoia sem hefur þjálfað karlalið HK undanfarin 3 ár verður ekki með liðið á næsta tímabili.

Massimo Pistoia gerði HK að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið árið 2017 en liðið vann þá sinn sjötta Íslandsmeistaratitil í röð. Undanfarin tvö ár hefur liðið hinsvegar beðið lægri hlut gegn KA í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Massimo kom til HK frá Ítalska stórliðinu Cucine Lube Civitanova en Massimo tók við liði HK af Ítalanum Daniele Capriotti sem stjórnaði liðinu aðeins í nokkrar vikur.

Sögur herma að Massimo sé að taka við stöðu aðstoðarþjálfara hjá einu af stærstu félögum efstu deildar karla í Belgíu en Massimo er einnig aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.