[sam_zone id=1]

Sladjana Smiljanic hættir með Völsung

Sladjana Smiljanic sem hefur stýrt liði Völsungs í Mizunodeild kvenna undanfarin tvö tímabil mun ekki halda áfram þjáfun liðsins. Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Blakdeild Völsungs.

Sladjana lengst til vinstri ásamt íslands og bikarmeistaraliði Völsungs í 4 flokki stúlkna

“Eftir þriggja ára einstaklega farsælt og árangursríkt samstarf hafa Blakdeild Völsungs og Sladjana Smiljanic yfirþjálfari og leikmaður meistaraflokks kvenna ákveðið í sameiningu og mikilli sátt að nú sé komið að því að taka ný skref til framtíðar hjá báðum aðilum.  Sladjana kom til liðs við okkur Völsunga haustið 2016 sem leikmaður meistaraflokks og þjálfari yngri flokka og öldungahópa karla og kvenna. Hún tók við þjálfun meistaraflokks kvenna haustið 2017 og hefur leikið með og stýrt liðinu við frábæran orðstír síðustu 2 árin og unnið af miklum krafti og metnaði  með okkur að þeim markmiðum okkar Húsvíkinga að koma Völsungi aftur á stall meðal bestu blakliða Íslands í meistaraflokki kvenna og yngri flokkum  beggja kynja.

Völsungar allir  þakka Sladjönu frábært samstarf og óska henni og fjölskyldu hennar alls hins besta í framtíðinni. 

Hjá Blakdeild Völsungs er hafin leit að nýjum þjálfara og stefnan sett á að vinna áfram  af miklum krafti  í okkar afreks og uppbyggingarstarfi  sem hefur verið ævintýri líkast þessi 3 ár sem liðin eru frá því að blakdeildin ákvað að taka skrefin til fulls og tefla fram liði í efstu deild kvenna og leggja aukna áherslu á barna og unglingastarfið í leiðinni sem hefur auk öflugs meistaraflokksliðs skilað félaginu bæði íslandsmeistaratitlum í yngri flokkum og unglingalandsliðsfólki á síðustu árum.”