[sam_zone id=1]

Þjálfarabreytingar hjá Aftureldingu

Blakdeild Aftureldingar hefur gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næstu leiktíð.

Ana Maria Vidal Bouza og Borja González Vicente taka við þjálfun meistaraflokks kvenna.

Piotr Kempisty mun halda áfram að þjálfa meistaraflokk karla og yngri flokkana eins og áður og Borja González Vicente mun taka við meistaraflokki kvenna. Ana Maria  Vidal Bouza mun vera  aðstoðarþjálfari kvennaliðsins  og munu þau einnig spila með karla – og kvennaliðum félagsins.  Auk þess mun Ana Maria sjá um alla styrktarþjálfun blakdeildarinnar.