[sam_zone id=1]

Nóg um að vera í Mosfellsbæ um helgina

Um helgina fer fram yngriflokkamót Blaksambandsins en mótið er eitt það stærsta frá upphafi en 210 leikir fara fram í íþróttahúsinu að Varmá á laugardag og sunnudag.

60 lið eru skráð á mótið og koma þau frá Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Neskaupstað, Seyðisfirði, Höfn og svo af höfuðborgarsvæðinu en aldrei hafa svo jafn mörg lið í 6.flokki (8-9 ára) tekið þátt en þau eru samtals 15 og þar af 10 af landsbyggðinni. Samkvæmt reglum ÍSÍ keppa lið í 6.flokki ekki um verðlaun en í staðinn fá allir þátttakendur viðurkenningu fyrir þátttöku.

Einnig verður spilað í 5.fl. blönduðum , 4.fl pilta og stúlkna, 3.fl. pilta og stúlkna og 2.fl pilta. Kl 15:30 á laugardaginn verður svo leikur í 2.fl. stúlkna milli Aftureldingar og HK og er vonast eftir fjölda áhorfenda á pöllunum.

Nýtt fyrirkomulag verður prufað í 5.flokki en þar verður notast við nýja vefsíðu sem kemur til með að raða niður leikjum eftir hverja umferð. Verður það til þess að liðin fá ávallt andstæðing sem er á svipuðu getustigi og verða leikirnir því jafnari. Leikið verður á tíma en hver leikur verður 2×10 mínútur. Hægt er að fylgjast með úrslitum í 5.flokki á nýrri vefsíðu sem er hægt að finna hér.

Við hvetjum alla til að skella sér í Mosfellsbæ og fylgjast þar með framtíðar blökurum.