[sam_zone id=1]

Haching ljúka tímabilinu í áttunda sæti

Hristiyan Dimitrov og félagar í AlpenVolleys Haching II léku í dag síðasta leik tímabilsins í þýsku annarri deildinni suður þegar þeir heimsóttu TGM Mainz-Gonsenheim.

Liðin höfðu mæst einu sinni áður í vetur og höfðu Mainz þá betur, 0-3, í mjög spennandi leik.

Mainz reyndust vera of sterkir fyrir Haching í upphafi leiksins og unnu þeir fyrstu tvær hrinurnar, 18-25 og 18-25. Haching voru þó ekki tilbúnir til að gefast upp og unnu þeir þriðju hrinuna 25-20. Fjórðu hrinuna unnu Mainz hins vegar 19-25 og leikinn þar með 1-3.

Haching lýkur tímabilinu því í áttunda sæti deildarinnar með 34 stig í 24 leikjum. Ekki munaði miklu á þeim og næstu liðum fyrir ofan en þeir voru einungis tveimur stigum frá fimmta sætinu.