[sam_zone id=1]

Filip Szewczyk í banni í dag

Filip Szewczyk leikmaður og þjálfari KA verður í leikbanni í þriðja leik úrslitana á milli KA og HK í dag. Ástæðan er sú að Filip fékk að líta rauða spjaldið í leiknum í gær og er það hans þriðja rauða spjald á tímabilinu sem þýðir eins leiks bann.

Filip fékk rauða spjaldið áður en leikurinn hófst í gær en Filip fékk spjaldið fyrir að trufla upphitun hjá HK með því að lyfta netinu upp þegar leikmenn HK voru að smassa.

Þetta gæti haft mikil áhrif á leik KA manna í dag en Filip hefur verið einn besti uppspilari landsins síðastliðinn ár og það verður fróðlegt að sjá hvernig KA menn leysa það í leiknum í dag að spila án uppspilara síns.

Skv. okkar heimildum hefur KA kært atvikið og verður kæran tekin fyrir af aganefnd Blaksambandsins fyrir leikinn.