[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Ítalskur úrslitaleikur eftir ævintýralegan sigur Novara

Það verða ítölsku liðin Igor Gorgonzola Novara og Imoco Volley Conegliano sem mættast í úrslitaleik meistaradeildar kvenna í blaki í ár. Bæði lið sigruð tyrknesk lið í undanúrslitum.

Conegliano fór nokkuð létt í gegnum Fenerbahce og sigraði báða leikina 3-0 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum sem fer fram í Berlín 18 maí.
Það var öllu meiri spenna í hinum undanúrslitaleiknum en þar áttust við ítalska liðið Novara og tyrkneska liðið Vakifbank Istanbul, en Vakifbank eru meistarar síðustu tveggja ára.

Fyrri leikurinn á milli þessara liða fór 3-0 fyrir Novara, Vakifbank lét það þó ekki á sig fá og sigraði leikinn í gær 3-1 eftir mikla baráttu. Það var því ljóst að það þyrfti að skera úr um sigurvegara með því að leika svokallaða gullhrinu upp í 15 stig. Þar voru það Vakifbank sem byrjuðu betur og leiddu með þremur stigum í byrjun hrinunnar. Novara náði þó að minnka muninn leiddar áfram af ungstirninu Paola Egonu sem var enn og aftur frábær í dag, en hún skoraði 39 stig fyrir Novara í leiknum.
Lokakafli hrinunnar var æsispennandi en þar skiptust liðin á að skora að lokum var það þó Novara sem hafði betur eftir upphækkun 16-14 og tryggði sér þar með sæti í úrslitum keppninnar.

Úrslit vikunnar:

Igor Gorgonzola Novara-Vakifbank Istanbul (23-25, 20-25, 25-15, 21-25)
Stigahæstar: Paola Egonu Novara 39 stig, Zhu Ting Vakifbank 26 stig.

Fenerbahce Opet Istanbul-Imoco Volley Conegliano (18-25, 22-25, 26-28)
Stigahæstar: Samanta Fabris Conegliano 17 stig, Samantha Ramos Fenerbahce 15 stig.

Nánari tölfræði úr leikjunum má sjá hér.