[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad jafnar einvígið gegn Örebro

Hylte/Halmstad og Örebro mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum sænsku deildarinnar í gær. Örebro hafði unnið fyrsta leik liðanna og Hylte/Halmstad þurfti því helst að vinna leikinn til að lenda ekki í erfiðri stöðu í einvíginu.

Leikurinn var jafn og spennandi og ljóst að Hylte/Halmstad voru betur stemmdar í þessum leik, en Örebro unnu fyrsta leikinn frekar örugglega. Hylte/Halmstad unnu fyrstu hrinu leiksins 25-20.

Önnur hrinan var einnig spennandi jafnræði var með liðunum á flestum sviðum og ljóst að það munaði ekki miklu á liðunum. Hylte/Halmstad voru þó sterkari í lok hrinunnar og unnu hana með minnsta mun 25-23.

Örebro gáfust þó ekki upp og þær sýndu styrk sinn í þriðju hrinu. Hylte/Halmstad slakaði aðeins á og nýtti Örebro sér það og vann hrinuna 25-17. Hylte/Halmstad mættu aftur til leiks í þriðju hrinu og eins og í fyrstu tveimur hrinunum voru það Hylte/Halmstad sem voru með yfirhöndina mest alla hrinuna. Hylte/Halmstad sigraði hrinuna að lokum 25-21 og vann þar með leikinn 3-1.

Það er því allt jafnt í einvíginu þar sem bæði lið hafa nú sigrað einn leik hvort og er von á mjög spennandi einvígi haldi þetta áfram.

Jóna Guðlaug var í byrjunarliði Hylte/Halmstad og átti hún frábæran leik. Hún var stigahæst á vellinum með 22 stig og 48% sóknarnýtingu.

Nánari tölfræði má nálgast hér.