[sam_zone id=1]

Úrslitin verða á SportTV

Í kvöld hefjast úslitin um Íslandsmeistaratitil karla og verður sýnt beint frá SportTV.

Lið HK og KA mætast í bæði karla- og kvennaflokki en úrslitaeinvígi karla hefst í kvöld og fyrsti kvennaleikurinn verður leikinn annað kvöld. Allir leikir úrslitanna verða sýndir beint á SportTV sem er að finna á rás 13 hjá Vodafone og Símanum, sem og á sporttv.is.

Í úrslitum karla hefst fyrsti leikurinn kl. 19:30 í Fagralundi í kvöld en næstu tveir fara svo fram Í KA heimilinu. Annar leikurinn hefst 20:00 á föstudagskvöld en þriðji leikurinn klukkan 16:00 á laugardag. Í kvennaflokki fer fyrsti leikur fram í Kópavogi klukkan 19:30 á miðvikudagskvöld en leikir tvö og þrjú á laugardag (14:00) og sunnudag (14:00) á Akureyri.

Til að verða meistari þarf þrjá sigra og ef þarf fara fjórðu leikir hvors einvígis fram í Kópavogi og oddaleikir á Akureyri.