[sam_zone id=1]

Christophe Achten kominn með nýtt starf í Þýskalandi

Christophe Achten landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands er að flytja sig um set næsta vetur, en hann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við þýska liðið TV Rottenburg.

Christophe sem hefur verið landsliðsþjálfari Íslands í um eitt ár hefur samhliða því verið að þjálfa finnska liðið Raison Loimu síðastliðinn tvö tímabil. Á síðasta tímabili sínu með finnska liðið skilaði hann liðinu í fimmta sæti deildarinnar. Liðið tapaði síðan fyrir liði ETTA í 8-liða úrslitum um finnska meistaratitilinn.

Hann hefur nú eins og áður sagði tekið við þýska liðinu Rottenburg en liðið endaði í næstneðsta sæti þýsku bundesligunnar á síðasta tímabili og því er ljóst að það bíður hans ærið verkefni að gera liðið samkeppnishæft í þýsku efstu deildinni.

Við óskum Christophe að sjálfsögðu góðs gengis í nýju ævintýri í Þýskalandi.