[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad tapaði fyrsta undanúrslitaleiknum gegn Örebro

Hylte/Halmstad mætti í gær Örebro fyrrum liðsfélögum Jónu í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í sænsku úrslitakeppninni í blaki.

Örebro byrjaði leikinn betur og var ljóst að þær höfðu undirbúið sig vel fyrir leikinn. Þær skiluðu sínum sóknum vel og einnig var ljóst að þær höfðu lesið leik gestanna vel því Hylte/Halmstad átti í mestu vandræðum með að skora sóknarstig í þessum leik. Örebro vann því fyrstu hrinuna 25-19.

Örebro hélt áfram að þjarma að Hylte/Halmstad og þrátt fyrir einhverjar breytingar virtist það litlu skila fyrir gestina. Örebro voru alltaf með svör við öllu sem þau reyndu. Örebro endaði á því að vinna næstu tvær hrinur einnig nokkuð þægilega 25-19 og 25-17. Þær unnu þar með leikinn 3-0 og eru því komnar 1-0 yfir í þessu einvígi.

Jóna Guðlaug hefur átt betri daga í sókninni en hún var þrátt fyrir það stigahæst í sínu liði með 8 stig. Besti leikmaðurinn á vellinum var hinsvegar Carly De Hoog leikmaður Örebro en hún skoraði 19 stig og réðu Hylte/Halmstad lítið við hana í leiknum.

Nánari upplýsingar um tölfræði í leiknum má sjá hér.