[sam_zone id=1]

Calais með tíunda sigurleikinn í röð

Calais hélt í gær yfir til Lille og spilaði þar við nágranna sína í Tourcoing 2, en liðið samanstendur af ungum og efnilegum leikmönnum sem eiga framtíðinna fyrir sér.

Leikurinn var jafn til að byrja með og bæði lið ákveðinn í að vinna leikinn. Liðin voru bæði að gefa vel upp og var það að lokum það sem skar úr á milli liðanna í þessari hrinu. Calais náði að pressa uppgjafirnar aðeins betur og enduðu á því að vinna 25-21.

Önnur hrinan var eins og sú fyrsta þar sem jafnræði var með liðunum alla hrinuna. Calais komst þó þrem stigum yfir 19-16. Tourcoing náði þó að skora 5 stig í röð og breyttu stöðunni í 21-19. Hvorugt liðið neitaði að gefast upp og endaði hrinan í upphækkun. Þar skilaði reynslan sér í liði Calais en þeir unnu hrinuna 28-26.

Tapið í annari hrinunni virtist ekki fara vel í ungt lið Tourcoing og nýtti Calais sér það og náði fljótlega góðri forystu 14-3 eftir góðar uppgjafir frá Dalibor Radic. Calais hélt þessu forskoti út hrinuna og unnu hana þægilega 25-13 og þar með leikinn 3-0.

Hafsteinn Valdimarsson lék allan leikinn fyrir Calais og átti hann mjög góðan leik í dag.

Calais er sem fyrr á toppi deildarinnar með 8 stiga forskot á næstu lið en Beauvais eiga þó leik til góða og geta minnkað muninn niður í 5 stig vinni þeir þann leik.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu í deildinni má sjá hér.