[sam_zone id=1]

Haching tapaði í oddahrinu gegn Gotha

Hristiyan Dimitrov og félagar í AlpenVolleys Haching II fengu lið Blue Volleys Gotha í heimsókn í þýsku annarri deildinni suður í dag.

Haching og Gotha höfðu mæst einu sinni áður í vetur og unnu Gotha þá 0-3. Haching voru því staðráðnir í að ná fram hefndum.

Ekki hófst leikurinn vel fyrir heimamenn þar sem Gotha unnu fyrstu tvær hrinurnar 17:25 og 23:25. Haching héldu sér þó á lífi með 25-22 sigri í þriðju hrinunni og knúðu fram oddahrinu með 25-22 sigri í fjórðu hrinunni. Oddahrinan var ekki gríðarlega spennandi þar sem Gotha unnu hana 11-15 og leikinn þar með 2-3.

Haching eru jafnir TSV Mimmenhausen í 8.-9. sæti deildarinnar með 32 stig eftir 22 leiki og eiga þeir eftir að leika tvo leiki í vetur. Næsti leikur þeirra er næstkomandi miðvikudag, 10. apríl, gegn TSV Grafing, sem eru í öðru sæti deildarinnar.