[sam_zone id=1]

Aarhus komnir yfir gegn Vestsjælland

ASV Aarhus, lið Valþórs Inga Karlssonar, fékk VK Vestsjælland í heimsókn í gær í fyrsta leik liðanna um 7.-8. sætið í Danmörku.

Fyrsta hrinan var mjög spennandi í upphafi þar sem hvorugu liðinu tókst að slíta sig almennilega frá hinu. Aarhus voru þó alltaf með örlítið forskot en í stöðunni 18-15 skoruðu þeir sjö stig í röð og unnu hrinuna 25-15.

Eftir að hafa verið 1-2 undir í upphafi annarrar hrinunnar skoruðu Aarhus 15 af næstu 17 stigum og komust 16-4 yfir. Þeir héldu áfram að auka forskotið og unnu hrinuna 25-10.

Líkt og í fyrstu hrinunni voru liðin nokkuð jöfn framan af þriðju hrinunni en Aarhus þó alltaf með örlítið forskot. Aarhus unnu hrinuna 25-21 og leikinn því 3-0.

Valþór Ingi hefur verið meiddur undanfarnar vikur og var því ekki í leikmannahóp í gær.

Aarhus eru þar með komnir 1-0 yfir í einvíginu um 7.-8. sætið en vinna þarf tvo leiki. Næsti leikur er næstkomandi fimmtudag, 11. apríl, á heimavelli Vestsjælland.