[sam_zone id=1]

HK komnir í úrslit íslandsmótsins eftir 3-1 sigur á Aftureldingu í oddaleik

HK mætti í kvöld liði Aftureldingar í þriðja leik liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins. Liðin höfðu unnið sitthvoran leikinn og þessi leikur skar því úr um það hverjir myndu mæta liði KA í úrslitaviðureigninni.
Theódór Óskar var mættur aftur í lið HK eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í síðasta leik, en hjá Aftureldingu byrjaði Radoslaw Rybak á bekknum.

HK liðið byrjaði leikinn betur og mættu vel stemmdir til leiks. Afturelding vann sig þó inn í leikinn og var aldrei langt á eftir HK. Það voru þó HK sem voru sterkari aðilinn í hrinunni og sigruðu þeir fyrstu hrinuna 25-19.
Í annari hrinunni gerði Afturelding breytingu þar sem þeirra stigahæsti maður í vetur Radoslaw Rybak kom inná. Það virtist hafa góð áhrif á Aftureldingu og þeir unnu þessa hrinu 25-22 og jöfnuðu leikinn 1-1.

HK tók sig þá saman í andlitinu og skiptu í næsta gír. Afturelding náði ekki að halda í við HK og var spilið hjá Aftureldingu of einsleitt þar sem meirihlutinn af uppspilinu hjá þeim fór út á kanntin á þá Piotr og Alexander. HK náði að loka vel á þá í þessum síðustu tveimur hrinum og unnu þær 25-14 og 25-16.
HK vann þar með leikinn 3-1 og tryggði sér sæti í úrslitum íslandsmótsins en þar bíða þeirra íslands- og bikarmeistarar KA og ljóst að það verður gríðarlega skemmtilegt einvígi.

Stigahæstur fyrir HK í dag voru þeir Benedikt Baldur og Bjarki en þeir skoruðu báðir 16 stig í dag. Stigahæstur á vellinum var þó Alexander Stefánsson en hann skoraði 19 stig í dag fyrir lið Aftureldingar.

Nánari tölfræði úr leiknum má sjá hér.