[sam_zone id=1]

KA í úrslit eftir 3-0 sigur á Álftanesi

Álftanes og KA mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í úrslitakeppni karla í kvöld en KA hafði unnið fyrri leikinn 3-0.

KA fóru mjög vel af stað í fyrstu hrinu og komu sér í stöðuna 14-9 eftir tvö sóknarstig í röð. Þá kom hinsvegar góður kafli hjá Álftanesi sem tók 8-0 kafla og kom sér yfir 17-14 en frábærar uppgjafir Austris Bucovskis komu KA í mikil vandræði. Reynslumikið lið KA náði hinsvegar að jafna 23-23 og tók þá við æsispennandi kafli þar sem liðin skiptust á stigum. Miguel Mateo Castrillo sá hinsvegar til þess að KA færi með sigur í fyrstu hrinu 33-31 með tveimur sóknarstigum í röð.

Næstu tvær hrinur leiksins voru einnig æsispennandi en þó var það KA sem hafði yfirhöndina að lokum í báðum hrinum 25-21 og 25-22.

KA fer því áfram í úrslit eftir 3-0 sigur og verður það að koma í ljós hvort þeir mæti HK eða Aftureldingu.

Stigahæstur í leiknum í dag var Miguel Mateo Castrillo leikmaður KA með 16 stig. Stigahæstur hjá Álftanesi var Róbert Karl Hlöðversson með 12 stig.