[sam_zone id=1]

KA ekki í miklum vandræðum með Álftanes

KA og Álftanes mættust í dag í undanúrslitum í úrslitakeppni karla en liðin áttust við í KA heimilinu á Akureyri.

Liðin mættust einnig í úrslitum Kjörísbikarsins um síðustu helgi en þar átti KA ekki í miklum vandræðum og varð raunin sú sama í dag.

Álftanes mætti til leiks með aðeins 7 leikmenn en Álftnesingar þurftu að spila í forkeppni úrslitakeppninnar síðasta fimmtudag í frestuðum leik. KA fengu hinsvegar góða hvíld frá bikarúrslitunum og nýttist það þeim vel því þeir fóru með öruggan sigur í dag 3-0 (2518, 25-17, 25-22)

Hjá KA var stigahæstur Stefano Nassini Hidalgo með 15 stig en stigahæstur í liði Álftanes var Jordan Darlington með 10 stig.

Liðin mætast að nýju á þriðjudaginn kl 20:00 á Álftanesi en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit.