[sam_zone id=1]

Völsungur tryggir sig áfram í úrslitakeppni kvenna

Völsungur og Þróttur Reykjavík mættust í kvöld í úrslitaleik um síðasta lausa sætið í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Völsungur sigraði leikinn 3-0 (25-23, 25-20, 25-22) en leikurinn var nokkuð jafn og þrátt fyrir 3-0 sigur þá voru leikar jafnir nánast allan tímann en Þróttur missti þó aðeins flugið í þriðju hrinu en komu þau sterkar til baka eftir að hafa lennt undir.

Hjá Völsungi var það Ashley Nicole Dietrich sem var stigahæst með 24 stig en næst á eftir henni kom Rut Gomez með 18 stig. Hjá Þrótti var það Eldey Hrafnsdóttir sem var stigahæst með 15 stig en næst á eftir henni kom Katrín Sara Reyes með 8 stig.

Völsungur mætir því KA í undanúrslitum en fyrsti leikur liðanna er norður á Akureyri á sunnudaginn og hefst hann kl 13:00.

Þróttur Reykjavík hefur lokið þátttöku í Mizunodeild kvenna í vetur.