[sam_zone id=1]

HK ekki í miklum vandræðum með ungt lið Þróttar Nes

Einn leikur fór fram í Mizunodeild karla í dag þegar HK tók á móti Þrótti Nes í Fagralundi.

Liðin eru að spila sína síðustu leiki í deildarkeppninni í vetur en viðureign liðanna átti upprunarlega að fara fram Í janúar en var frestað vegna veðurs.

HK byrjaði leikinn af miklum krafti og áttu Þróttur engin svör við leik HK en Þróttur tók sitt fyrsta leikhlé þegar staðan var 6-1 fyrir HK en HK komst strax í 9-1 þar sem hávörn HK var í stóru hlutverki. HK kláraði fyrstu hrinu með miklum yfirburðum 25-10.

Þróttarar komu hinsvegar sterkari inní aðra hrinu og á sama tíma slökuðu heimamenn full mikið á og úr varð hörkuhrina. Þróttarar náðu að pressa vel á HK með sterkum uppgjöfum og settu heimamenn útaf laginu. HK var hinsvegar yfir alla hrinuna og lauk henni með sigri HK 25-20.

HK setti svo aftur í fluggírinn í þriðju hrinu og unnu hana líkt og þá fyrstu með miklum yfirburðum 25-14.

HK tryggði sér silfurverðlaun í Mizunodeild karla með sigrinum og er liðið sem stendur með 24 stig í 2.sæti þegar liðið á einn leik eftir óleikinn. Þróttur Nes situr á bottni Mizunodeildar karla með 10 stig en liðin mætast í síðasta leik Mizunodeildar karla á þessu tímabili á morgun kl 12:00 í Fagralundi.

Stigahæstur í leiknum í dag var Theódór Óskar Þorvaldsson leikmaður HK með 14 stig. Stigahæstur í liði Þróttar Nes var Þórarinn Örn Jónsson með 9 stig.