[sam_zone id=1]

EVA í undanúrslitin

Elite Volley Aarhus (EVA), lið Unnar Árnadóttur, tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum dönsku úrslitakeppninnar.

EVA mætti Fortuna Odense Volley öðru sinni í kvöld en fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum lauk með öruggum 3-0 sigri EVA.

Leikurinn í kvöld var ekki mikið meira spennandi en sá fyrri og vann EVA hann 3-0. Hrinunum lauk 25-15, 25-12 og 25-14.

Unnur kom ekki við sögu í leiknum.

Ekki er öllum leikjum í 8 liða úrslitunum lokið svo enn á eftir að koma í ljós hverjir mótherjar EVA í undanúrslitunum verða.