[sam_zone id=1]

Þrír leikir fóru í oddahrinu

Á þriðjudag hófust 8-liða úrslit Meistaradeildar karla með einum leik.

Fyrsti leikur 8-liða úrslitanna fór fram á þriðjudaginn og á miðvikudag var svo leikinn einn til viðbótar. Síðustu tveir leikir umferðarinnar fóru fram í gær, fimmtudag, en þar kreisti Perugia fram sigur gegn Chaumont og Skra stal sigri gegn áður ósigruðu liði Zenit St. Petersburg.

Fyrstu tveir leikirnir voru æsispennandi og fóru báðir alla leið í oddahrinu. Þar mætti Lube liði Dinamo Moscow og meistarar Zenit Kazan mættu Trefl Gdansk. Lube og Kazan náðu í 3-2 sigra en þau voru bæði talin sigurstranglegri fyrirfram og voru hærra skrifuð eftir riðlakeppnina. Þau lið sem eru hærra skrifuð leika fyrst á útivelli og eiga þá inni heimaleik í seinni viðureigninni.

Úrslit vikunnar má sjá hér að neðan :

Chaumont VB 2-3 Sir Colussi Sicoma Perugia (21-25, 31-29, 25-17, 19-25, 14-16). Julien Winkelmuller skoraði 18 stig fyrir Chaumont en Aleksandar Atanasijevic skoraði 21 stig.

Trefl Gdansk 2-3 Zenit Kazan (19-25, 25-23, 23-25, 25-23, 13-15). Maciej Muzaj skoraði 27 stig fyrir Gdansk en Maxim Mikhailov gerði það sama fyrir Kazan.

PGE Skra Belchatów 3-1 Zenit St. Petersburg (25-18, 13-25, 25-22, 25-18). Milad Ebaidpour skoraði 18 stig fyrir Skra en György Grozer skoraði 23 stig fyrir Petersburg.

Dinamo Moscow 2-3 Cucine Lube Civitanova (10-25, 25-23, 25-23, 18-25, 13-15). Yuri Berezhko skoraði 18 stig fyrir Dinamo en Tsvetan Sokolov skoraði 23 stig fyrir Lube.

Seinni leikir 8-liða úrslitanna fara fram 19.-21. mars.