[sam_zone id=1]

Hver verður næsti formaður Blaksambandsins

Í dag, föstudaginn 15.mars rennur út frestur til framboðs í formanns sæti Blaksambands Íslands, einnig rennur út frestur til framboðs í stjórn Blaksambandsins.

Jason Ívarsson formaður Blaksambandins til 14 ára hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram og því er ljóst að nýr formaður tekur við eftir ársþing BLÍ þann 29.mars næstkomandi.