[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Dinamo Moscow sigraði meistara Vakifbank

Átta liða úrslit meistaradeildar kvenna hófust í vikunni þar sem fjórir leikir fóru fram. Allt voru þetta stórleikir en stærsti leikurinn fór þó fram í Rússlandi þar sem Dinamo Moscow tók á móti meisturum síðustu tveggja ára Vakifbank frá Istanbul.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman og munaði aldrei miklu á liðunum. Vakifbank unnu fyrstu hrinu leiksins 25-20.
Heimakonur svöruðu þá fyrir sig og unnu næstu tvær hrinur 25-23 og 25-23, og voru því komnar í góða stöðu í leiknum.

Vakifbank gafst þó ekki upp og tryggði sér oddahrinu með því að sigra fjórðu hrinuna 25-21.
Oddahrinan var spennandi allan tíman eins og leikurinn sjálfur og ljóst að liðin ætluðu ekki að gefa neitt eftir. Það var þó Dinamo sem hafði betur á endanum 15-13 og vann frekar óvæntan sigur á meisturum Vakifbank.

Annars áttu ítölsku liðin erfiðan dag í gær en Scandicci og Conegliano töpuðu bæði leikjum sínum í gær en Novara hélt þó uppi heiðri ítölsku liðanna með sigri á spútnik liði Stuttgart í Þýskalandi.

Úrslit vikunnar:

Allianz MTV Stuttgart-Igor Gorgonzola Novara 1-3 (19-25, 24-26, 25-19, 20-25)
Stigahæstar: Paola Egonu Novara 33 stig, Krystal Rivers Stuttgart 16 stig.

Dinmow Moscow-Vakifbank Istanbul 3-2 (20-25, 25-23, 25-23, 21-25, 15-13)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Moscow 26 stig, Lonneke Slöetjes Vakifbank 26 stig.

Savino Del Bene Scandicci-Fenerbahce Opet Istanbul 1-3 (19-25, 25-23, 19-25, 21-25)
Stigahæstar: Melissa Vargas Fenerbahce 21 stig, Isabelle Haak Scandicci 26 stig.

Imoco Volley Conegliano-Eczacibasi Vitra Istanbul 0-3 (21-25, 25-27, 22-25)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Eczacibasi 25 stig, Fatima Sylla Conegliano 12 stig.

Nánari upplýsingar um leikina má sjá hér.