[sam_zone id=1]

Öruggur sigur hjá EVA í fyrsta leik í 8 liða úrslitum

Unnur Árnadóttir og liðsfélagar hennar í Elite Volley Aarhus (EVA) fengu í kvöld Fortuna Odense Volley í heimsókn í 8 liða úrslitum dönsku úrslitakeppninnar.

Liðin mættust síðast á laugardaginn síðasta þar sem EVA fór með 3-1 sigur í mjög spennandi leik.

EVA hófu leikinn í dag af miklum krafti og áttu Fortuna aldrei séns í fyrstu hrinunni. EVA unnu hana 25-12.

Önnur hrinan var sú jafnasta í leiknum en hún var þó aldrei spennandi. EVA vann öruggan 25-16 sigur og var þá ljóst að Fortuna þurftu aldeilis að gefa í ef þær vildu eiga möguleika á sigri.

Það gerðu þær hins vegar ekki og EVA unnu þriðju hrinuna enn öruggar, 25-11 og leikinn þar með 3-0.

Unnur kom ekki við sögu í leiknum í dag.

Liðin mætast næst laugardaginn næstkomandi klukkan 14 að staðartíma (13 á íslenskum tíma) og verður leikurinn sýndur á Volley TV.