[sam_zone id=1]

Enska Blaksambandið mun ekki halda NEVZA U19 í ár

Það er nú ljóst að NEVZA U19 ára liða mun ekki fara fram í Kettering á Englandi eins og undanfarin 3 ár. Enska Blaksambandið hefur ákveðið að halda ekki mótið í þetta skiptið.

Norður Evrópumót U19 ára liða hefur undanfarin 3 ár verið haldið í Kettering á Englandi en árin 3 þar áður var NEVZA U17 ára liða haldið á sama stað.

Enska Blaksambandið eða Volleyball England segja það of dýrt að halda svona mót sem sjaldan kemur út í gróða, en mikið hefur verið lagt í mótið undanfarin 3 ár og því hefur fylgt mikill kostnaður. Þetta þekkjum við vel á Íslandi enda haldið fjölda móta undanfarin ár og því hefur ávalt fylgt meiri kostnaður en gróði.

Þá telja þau einnig kominn tíma á að sitt landsliðsfólk fái að ferðasta til annarra landa og spila erlendis.

Það verður því fróðlegt að sjá hvaða land tekur að sér að halda mótið í ár en þeir ensku hafa staðið sig vel í mótshaldi undanfarin ár.