[sam_zone id=1]

HK með þægilegan sigur á Húsavík

Völsungur og HK mættust í Mizunodeild kvenna í dag en liðin áttust einnig við í gær þar sem HK hafði betur 3-1.

HK átti ekki í miklum vandræðum með Völsung í leiknum í dag en HK vann nokkuð öruggan sigur 3-0 (25-21, 25-21, 25-22). Þrátt fyrir nokkuð jafnar tölur þá hafði HK ávalt nokkuð góð tök á leiknum.

Stigahæst í leiknum í dag var Matthildur Einarsdóttir leikmaður HK með 18 stig. Stigahæstar í liði Völsungs voru þær Sladjana Smiljanic og Ashley Nicole Dietrich með 12 stig hvor.

HK er sem stendur með 42 stig í öðru sæti Mizunodeild kvenna en Völsungur situr í 3.sæti með 21 stig og hefur lokið keppni.