[sam_zone id=1]

Haching töpuðu gríðarlega spennandi leik gegn Eltmann

AlpenVolleys Haching II, lið Hristiyan Dimitrov, fengu í dag topplið HEITEC Volleys Eltmann í heimsókn í þýsku annarri deildinni suður.

Liðin höfðu mæst einu sinni áður í vetur og höfðu Eltmann þá betur, 2-3. Það mátti því búast við spennandi leik í dag og var það heldur betur raunin.

Eltmann unnu leikinn í dag 1-3 en það þurfti að fara í upphækkun í þremur hrinum af fjórum. Hrinunum lauk 24-26, 27-29, 25-22 og 25-27.

Eftir leikinn eru Haching í níunda sæti deildarinnar með 30 stig eftir 20 leiki en eiga þó leik til góða á flest önnur lið. Með góðum úrslitum í næstu leikjum gætu þeir því klifið nokkur sæti upp töfluna. Næsti leikur þeirra er laugardaginn 23. mars gegn FT 1844 Freiburg.