[sam_zone id=1]

Ýmir Benecta deildarmeistari kvenna 2019

Ýmir er Benecta deildarmeistari kvenna árið 2019.

Ýmir varð Benecta deildarmeistari kvenna um helgina þegar liðið sigraði Vestra 3-0. Ýmir á tvo leiki eftir óleikna í deildinni en ljóst er að ekkert lið getur náð þeim á stigum. Ýmir er í efsta sæti með 26 stig eftir 10 leiki.

Í 2.sæti eru HKB með 22 stig eftir 12 leiki og hafa þær því lokið leik. Afturelding B er svo í 3.sæti með 18 stig eftir 10 leiki og geta þær því enn haft sætaskipti við HK.

Við óskum Ými til hamingju með sigur í Benectadeild kvenna 2019 !