[sam_zone id=1]

Vestri Benecta deildarmeistari 2019

Vestri sigraði Benecta deild karla með sigri á HKB um síðustu helgi en þá varð ljóst að ekkert lið gat náð Vestra að stigum. Vestri endar í efsta sæti með 39 stig eftir 14 leiki en liðið tapaði aðeins einum deildarleik á tímabilinu.

Í 2.sæti enda BF með 32 stig eftir 14 leiki. BF tryggði sér 2.sætið með sigri á HKB fyrr í dag en HKB endar í 3.sæti.

Vestri fékk svo afhent gull verðlaun fyrir sigur í Benectadeild karla í dag eftir 3-1 sigur á HKörlunum.

Við óskum Vestra til hamingju með sigurinn í Benectadeild karla 2019!