[sam_zone id=1]

Afturelding fékk afhent bronsverðlaun þrátt fyrir að eiga möguleika á silfri

Athyglisvert atvik átti sér stað eftir leik Aftureldingar og Þróttar Nes í Mizunodeild karla í dag.

Eftir leik Aftureldingar og Þróttar Nes í Mizunodeild karla í dag afhenti Jason Ívarsson formaður Blaksambands Íslands leikmönnum Aftureldingar bronsverðlaun. Afturelding situr sem stendur í 3.sæti Mizunodeildar karla með 20 stig og á einn leik óleikinn gegn Þrótti Nes á morgun. Vinni Afturelding leikinn fer liðið í 23 stig og uppfyrir HK sem er sem stendur í 2.sæti með 21 stig.

HK á tvo leiki eftir óleikna gegn Þrótti Nes um næstu helgi og er því ljóst að Afturelding á enn möguleika á 2.sæti Mizunodeildar karla.

Athyglisvert klúður hjá Blaksambandi Íslands sem virðist hafa farið aðeins framúr sér við afhendingu verðlauna í þetta skiptið.

Hér að ofan má sjá stöðuna í Mizunodeild karla fyrir leik dagsins. Enn á eftir að uppfæra stöðutöfluna þegar fréttin er skrifuð en nokkuð ljóst er að Afturelding er með 20 stig eftir leik dagsins.