[sam_zone id=1]

Marienlyst vann grannaslaginn gegn Middelfart

Ævarr Freyr Birgisson og félagar í Boldklubben Marienlyst fengu í gær Middelfart VK í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni.

Gestirnir frá Middelfart hófu leikinn vel og voru með þriggja stiga forskot í stöðunni 5-8. Marienlyst skoruðu þá næstu fjögur stig og sigldu fram úr. Þeir unnu að lokum nokkuð öruggan 25-20 sigur í fyrstu hrinunni.

Liðin skiptust á að skora í upphafi annarrar hrinunnar og tókst hvorugu liðinu að slíta sig frá hinu þar til um miðja hrinu. Í stöðunni 14-15 fyrir Middelfart skoruðu Marienlyst átta af næstu níu stigum og komust þar með í þægilegt forskot. Þeir unnu hrinuna 25-21 og voru því 2-0 yfir.

Middelfart voru sterkari aðilinn í upphafi þriðju hrinunnar og leiddu mest með fimm stigum, í stöðunni 5-10. Marienlyst skoruðu þá sjö stig í röð og hleyptu aftur spennu í leikinn. Middelfart komust aftur yfir og leiddu 16-18 en með sterkum uppgjöfum tókst Marienlyst að skora síðustu níu stig hrinunnar og vinna hana 25-18 og leikinn þar með 3-0.

Ævarr Freyr kom ekki við sögu í leiknum í gær.

Marienlyst er enn í öðru sæti deildarinnar eftir leikinn með 45 stig eftir 19 leiki. Næsti leikur Ævarrs og félaga verður gegn hans gömlu liðsfélögum og KA mönnum í ASV Aarhus, Valþóri Inga Karlssyni og Quentin Moore, á laugardaginn.