[sam_zone id=1]

Álftanes með sterkan sigur

Einn leikur fór fram í Mizunodeild karla í kvöld þegar HK tók á móti Álftanesi.

HK var fyrir leikinn í 2.sæti Mizunodeildar karla og gat með sigri tryggt sér 2.sætið. Álftanes var fyrir leikinn í 4.sæti deildarinnar stigi á eftir Aftureldingu.

Álftanes byrjaði leikinn af miklum krafti og unnu fyrstu tvær hrinur leiksins 25-16 og 25-10. Álftanes gátu stillt upp sterku liði í kvöld og leit allt út fyrir að þeir færu með þæginlegan 3-0 sigur. HK léku í kvöld án Theódórs Óskars Þorvaldssonar og sáu þeir ekki til sólar í fyrstu tveimur hrinum leiksins. HK snéri hinsvegar við blaðinu í þriðju hinu sem heimamenn sigruðu 26-24.

HK voru yfir í byrjun fjórðu hrinu en Álftanes náðu undir miðja hrinu að minnka niður muninn og náðu loks sigri 25-22 eftir æsispennandi og dramatísk lokastig.

Með sigrinum lyftir Álftanes sér upp í 3.sætið, tveimur stigum á undan Aftureldingu en Álftanes hefur lokið keppni í deildinni. Afturelding á hinsvegar tvo leiki til góða og geta komið sér aftur upp í 3.sætið.

Því miður er stigaskor úr leiknum ekki aðgengilegt.