[sam_zone id=1]

Blakferð til Barcelona með landsliðsstelpum

Gaman Ferðir, í samvinnu með landsliðskonunum Birtu Björnsdóttur og Hjördísi Eiríksdóttur, munu bjóða upp á fjögurra daga blakæfingaferð til Barcelona í september á þessu ári.

Hjördís og Birta voru með æfingabúðir í september á síðasta ári þar sem um 60 manns mættu og spiluðu blak í Fagralundi. Núna hafa þær tekið æfingabúðirnar upp á næsta stig og fara æfingabúðirnar fram í Barcelona.

Ferðin er frá 6.-9. september og er hún uppbyggð þannig að æft er blak fyrri hluta dags og frjáls tími seinni hluta dags og um kvöldið þar sem fólk getur nýtt tímann og verslað, skoðað Barcelona eða hvað sem hugurinn girnist.

Upplýsingar um verð og meiri upplýsingar um ferðina og þjálfarana má sjá hér.

Hjördís #3 og Birta #10