[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad með sigur í Svíþjóð

Hylte/Halmstad lék í gær gegn Gislaved í fyrsta hluta úrslitakeppninnar í Svíþjóð. Fyrir leikinn höfðu bæði lið tapað öllum sínum leikjum í þessum hluta keppninnar og þurftu því bæði á sigri á halda.

Hylte/Halmstad byrjaði leikinn betur á heimvelli og var ljóst og þær voru mættar til leiks og tilbúnar að spila. Þær unnu fyrstu hrinuna 25-17.
Þær héldu áfram að þjarma að Gislaved og áttu gestirnir fá svör við góðum leik heimakvenna sem unnu einnig aðra hrinuna 25-19 og voru því komnar í góða stöðu í leiknum.

Gislaved neitaði að gefast upp og mættu ákveðnar til leiks í þriðju hrinu hrinan var jöfn en að lokum voru Gislaved sterkari og unnu þriðju hrinuna 25-20. Leikurinn var áfram jafn og ljóst að bæði lið ætluðu ekki að gefa neitt eftir. Gislaved voru þó sterkari í þessari hrinu og unnu hana 25-21 og tryggðu sér oddahrinu.

Leikurinn var áfram mjög jafn og greinilegt að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir. Hrinan var mjög spennandi en að lokum tryggði Hylte/Halmstad sér sigur í hrinunni 15-12 og unnu þar með leikinn 3-2.

Hylte/Halmstad hafa því lokið leik í þessum hluta keppninnar og þurfa nú að bíða í viku til að sjá hvar þær enda í efri hlutanum sem ákvarðar hverjum þær mæta í 8-liða úrslitum.

Jóna Guðlaug lék allan leikinn í liði Hylte/Halmstad og stóð sig mjög vel í leiknum þar sem hún skoraði 17 stig.

Nánari tölfræði úr leiknum hér.