[sam_zone id=1]

Calais með sterkan útisigur um helgina

Calais fór um helgina til Villers Cotterets og spilaði þar við heimamenn. Calais voru á góðu skriði fyrir leikinn og höfðu unnið fimm síðustu leikina sína og ætluðu að reyna að halda áfram á þeirri braut.

Leikurinn var jafn til að byrja með og fylgdust liðin að framan af hrinunni. Calais náði nokkura stiga forystu um miðja hrinuna en Villers Cotterets voru þó aldrei langt undan og fylgdu Calais eins og skuggin. Calais náði þó að halda út og unnu hrinuna 25-20.

Önnur hrinan byrjaði svipað og sú fyrsta og voru liðin að fylgjast að í byrjun hrinunnar. Þegar leið á hrinuna náðu þó Calais að slíta sig frá heimamönnum og komust í 15-10 forystu. Þeir litu aldrei til baka eftir það og unnu 25-18 sigur.

Heimamenn virtust aðeins missa móðinn í þriðju hrinunni og nýttu liðsmenn Calais sér það og komust fljótt í góða forystu í leiknum. Þessi hrina var sú ójafnast og var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Villers Cotterets náðu þó aðeins að laga stöðuna í lokinn en Calais unnu þessa hrinu örugglega 25-17 og þar með leikinn 3-0.

Calais er því sem fyrr á toppi deildarinnar með 46 stig 4 stigum á undan næsta liði og hafa með þessum sigri unnið sex leiki í röð í deildinni.

Hafsteinn Valdimarsson var að vanda í byrjunarliði Calais og skilaði sínu.

Nánari upplýsingar um úrslit leikja og stöðu í deildinni má sjá hér.