[sam_zone id=1]

KA deildarmeistari kvenna 2019

KA varð í dag deildarmeistari Mizunodeildar kvenna eftir 3-1 sigur á Þrótti Nes. Þetta er í annað skipti sem KA verður deildarmeistari kvenna en fyrst urðu þær deildarmeistarar árið 2005.

KA hefur haft töluverða yfirburði á flest lið í vetur og hefur aðeins HK náð að halda í við þær. KA enda deildarkeppnina með 49 stig af 54 mögulegum eftir 3-1 sigur á Þrótti Neskaupstað í dag. KA hafði á köflum mikla yfirburði í leiknum en Þróttara stúlkur komu hinsvegar sterkar til baka í bæði annarri og fjórðu hrinu og voru þær hársbreidd frá því að ná leiknum í oddahrinu. Stigahæst í leiknum í dag var Hulda Elma Eysteinsdóttir leikmaður KA með 20 stig. Stigahæst í liði KA var Laura Ortega með 17 stig.

KA fékk til liðs við sig sterka leikmenn fyrir tímabilið en þær Helena Krístin Gunnarsdóttir og Paula Del Olmo Gomez komu báðar úr meistaraliði Þróttar Nes. Þá fékk liðið einnig til liðs við sig Mariu Jose Ariza Sánchez og Luz Medina. Gígja Guðnadóttir kom frá Danmörku og þá tóku Birna Baldursdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir aftur fram efstudeildarskóna og má því segja að KA liðið hafi styrkt sig töluvert en undanfarin ár hefur verið spilað að mestu á ungum og efnilegum stelpum.

KA liðið er á fullri siglingu og ætlar sér greinilega alla þá titla sem í boði eru líkt og karlalið félagsins. KA eru því deildarmeistarar bæði í karla og kvennaflokki og er þetta í fyrsta skipti frá upphafi sem deildarmeistarar karla og kvenna koma frá sama félaginu.

Við óskum KA innilega til hamingju með deildarmeistaratitilinn 2019 !