[sam_zone id=1]

Skra áfram á kostnað Zaksa

Riðlakeppni Meistaradeildar karla lauk í gær með 10 leikjum.

Margt var nú þegar ráðið um hvaða lið kæmust áfram í 8-liða úrslitin en þó voru nokkur sæti enn laus. Efstu lið riðlanna fimm fara áfram en þeim fylgja þau þrjú lið í 2. sæti sinna riðla sem ná besta árangrinum. Mikil spenna var í baráttunni um þessi þrjú sæti og tryggði Skra sér sæti í 8-liða úrslitum með 3-0 sigri á Berlin.

Zaksa hefði með sigri á Lube farið upp fyrir Skra og var það raunhæfur möguleiki þegar liðið komst 0-2 yfir. Lube héldu sér á lífi í leiknum eftir maraþonhrinu sem lauk 34-32 og sigraði leikinn á endanum 3-2. Þar með sátu liðsmenn Zaksa eftir með sárt ennið og Skra fagna sæti sínu í 8-liða úrslitunum.

A-riðill

Zenit Kazan 3-0 Halkbank Ankara (25-14, 25-22, 28-26). Matt Anderson skoraði 16 stig fyrir Zenit en Drazen Luburic skoraði 11 stig fyrir Ankara.

Knack Roeselare 3-1 United Volleys Frankfurt (25-22, 25-15, 22-25, 25-15). Matthijs Verhanneman skoraði 22 stig fyrir Roeselare en Andreas-Dimitrios Fragkos skoraði 13 stig fyrir United.

B-riðill

Cucine Lube Civitanova 3-2 Zaksa Kedzierzyn-Kozle (20-25, 22-25, 34-32, 25-21, 15-12). Robertlandy Simon og Tsvetan Sokolov skoruðu 23 stig hvor fyrir Lube en Rafal Szymura skoraði 22 stig fyrir Zaksa.

CEZ Karlovarsko 0-3 Azimut Modena (18-25, 21-25, 19-25). Jalen Penrose skoraði 12 stig fyrir Karlovarsko en Bartosz Bednorz skoraði 15 stig fyrir Modena.

C-riðill

Zenit St. Petersburg 3-0 VfB Friedrichshafen (25-22, 25-22, 25-22). György Grozer skoraði 14 stig fyrir Zenit en Robert Adrian Aciobanitei skoraði 16 stig fyrir Friedrichshafen.

ACH Volley Ljubljana 1-3 Chaumont VB (17-25, 25-23, 15-25, 16-25). Petar Dirlic skoraði 12 stig fyrir Ljubljana en Martin Atanasov skoraði 18 stig fyrir Chaumont.

D-riðill

PGE Skra Belchatów 3-0 Berlin Recycling Volleys (27-25, 25-23, 31-29). Renee Teppan skoraði 23 stig fyrir Skra en Benjamin Patch skoraði 16 stig fyrir Berlin.

Greenyard Maaseik 0-3 Trefl Gdansk (20-25, 21-25, 21-25). Timo Tammemaa og Jolan Cox skoruðu 12 stig hvor fyrir Maaseik en Maciej Muzaj skoraði 11 stig fyrir Gdansk.

E-riðill

Sir Colussi Sicoma Perugia 3-1 Arkas Izmir (25-21, 25-22, 25-27, 25-16). Sjoerd Hoogendoorn skoraði 20 stig fyrir Perugia en Robert Taht skoraði 15 stig fyrir Izmir.

Tours VB 0-3 Dinamo Moscow (23-25, 17-25, 31-33). Hermans Egleskalns skoraði 15 stig fyrir Tours en Dick Kooy skoraði 17 stig fyrir Dinamo.

Þau lið sem taka þátt í 8-liða úrslitunum eru eftirfarandi :

Zenit Kazan (Rússland) – Cucine Lube Civitanova (Ítalía) – Zenit St. Petersburg (Rússland) – Chaumont VB (Frakkland) – Trefl Gdansk (Pólland) – Skra Belchatów (Pólland) – Sir Colussi Sicoma Perugia (Ítalía) – Dinamo Moscow (Rússland)

Dregið verður í viðureignir 8-liða úrslitanna í hádeginu á morgun en nánari upplýsingar um dráttinn má finna með því að smella hér.