Föstudaginn 1. mars kl.12:15 verður dregið í undanúrslitum Kjörísbikarsins. Undanúrslitin fara fram í Digranesi í Kópavogi dagana 22.-24. mars nk.

Dregið verður kl.12:15 í E-sal íþróttamiðstöðvar ÍSÍ í Laugardal. Liðin í pottinum eru:
HK, Þróttur N., KA og Völsungur í kvennaflokki.
KA, Álftanes, HK og Þróttur N. í karlaflokki.