[sam_zone id=1]

Verður Ísland ekki á meðal þátttökuþjóða í SCD Finals?

Líkur eru á því að Ísland muni ekki taka þátt í úrslitum Evrópumóts Smáþjóða og er því ljóst að ef svo er þá getur Ísland ekki varið Evrópumeistaratitilinn í kvennaflokki.

Mikil umræða hefur verið í gangi síðustu mánuði með framtíð SCD mótanna en þátttaka á mótunum hefur ekki lengur vægi fyrir keppnir á vegum CEV.

Eins og flestum er kunnugt þá hampaði kvennalandslið Íslands Evrópumeistaratitli eftir sigur á úrslitamóti SCD í Lúxemborg árið 2017 en Ísland sigraði þá Kýpur í úrslitaleik.

Fyrir síðustu undankeppni fyrir Evrópumót CEV var hinsvegar ákveðið að ekki þyrfti að vinna sér inn þátttöku í keppnina og gátu því allar þjóðir innan CEV óskað eftir þátttöku í forkeppni Evrópumótsins. Ísland sendi til leiks bæði karla og kvennalið og töpuðu bæði lið öllum sínum leikjum 3-0 gegn sterkum andstæðingum.

Nú er hinsvegar ljóst að ekki er hægt að halda undakeppni fyrir Evrópumót Smáþjóða (SCD) eins og venja hefur verið og má rekja það til dræmrar þátttöku þar sem að mótin gefa ekki lengur sæti í undakeppni Evrópumóts CEV. Því var ákveðið í ár að halda eingöngu úrslitakeppni SCD og er nú líkur á því að Ísland verði ekki á meðal þátttökuþjóða.

Mótin í ár fara fram í Lúxemborg (kvk) dagana 8.-12 mai og í Færeyjum (kk) dagana 13.-16. mai.