[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad tapaði fyrsta leik í úrslitakeppninni

Deildarkeppninni er lokið í Svíþjóð og nú er úrslitakeppnin hafin þar í landi. Hylte/Halmstad léku sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni á laugardaginn þar sem liðið mætti gamla liði Jónu Örebro.

Fyrsta stig úrslitakeppninnar eru tveir riðlar og er Hylte/Halmstad í efri riðlinum þar sem þær enduðu í þriðja sæti deildarinnar. Nú mætast liðin sem voru í 1-5 sæti einu sinni og ákvarðar það endanlega niðurröðun fyrir 8-liða úrslitin.

Leikurinn fór vel af stað fyrir Hylte/Halmstad og voru þær greinilega tilbúnar í þennan leik. Jafnræði var þó með liðunum alla fyrstu hrinuna en Hylte/Halmstad var þó ávallt skrefinu á undan. Hylte/Halmstad vann að lokum fyrstu hrinuna 25-22.

Örebro tóku heldur betur við sér eftir þessa fyrstu hrinu og þær hreinlega keyrðu yfir Hylte/Halmstad sem áttu enginn svör við góðum leik heimamanna. Örebro studdar áfram af sínum stuðningsmönnum höfðu greinilega fundið réttu blönduna því þær unnu næstu þrjár hrinur (25-14, 25-11, 25-17) og unnu þar með leikinn 3-1.

Jóna Guðlaug var í byrjunarliði Hylte/Halmstad og lék hún allan leikinn fyrir liðið og skoraði hún 8 stig í leiknum.

Nánari upplýsingar og tölfræði um leikinn má finna hér.