[sam_zone id=1]

NEVZA kvk: KA grátlega nálægt sæti í undanúrslitum

Annar dagur NEVZA móts félagsliða kvenna fór fram í Ängelholm í Svíþjóð í dag og mætti KA þar liði Oslo Volley frá Noregi.

Eftir að bæði KA og Oslo töpuðu 3-0 fyrir Brøndby VK í gær var ljóst að sigurvegarinn úr leiknum í dag færi áfram í undanúrslit.

Leikurinn var gríðarlega spennandi og mátti sjá það á lokatölum flestra hrinanna. Fyrstu hrinuna unnu KA 25-23, þá aðra unnu Oslo 26-28 og KA þá þriðju 26-24. Fjórða hrinan var sú fyrsta sem lauk ekki með tveggja stiga mun en Oslo unnu hana 20-25 og oddahrina því í vændum. Oslo unnu oddahrinuna 11-15 og þær því á leiðinni í undanúrslit á kostnað KA.

KA leikur því um 5.-6. sætið á morgun, sunnudag, klukkan 9 á íslenskum tíma. Þar mæta þær Team Køge Volley frá Danmörku og verður leikurinn sýndur hér.

Önnur úrslit frá því í dag:

B riðill:

TopVolley Norge (Noregur) – Team Køge Volley (Danmörk) – 3-0

Undanúrslit:

TopVolley Norge (Noregur) – Oslo Volley (Noregur): 3-0

Brøndby VK (Danmörk) – Engelholm VS (Svíþjóð): 1-3