[sam_zone id=1]

NEVZA kvk – úrslit frá fyrsta degi

Kvennalið KA lék í dag sinn fyrsta leik á NEVZA móti félagsliða sem haldið er í Ängelholm í Svíþjóð. KA er í A riðli með Brøndby VK frá Danmörku og Oslo Volley frá Noregi.

Andstæðingurinn í fyrsta leiknum var ansi verðugur þar sem þær mættu ríkjandi Danmerkur- og bikarmeisturum Brøndby. Þrátt fyrir það voru KA konur staðráðnar í að ná góðum úrslitum á móti þeim.

Leikurinn tapaðist 0-3 en KA stóðu þó vel í þeim. Fyrstu hrinunni lauk 20-25, annarri með minnsta mun, 23-25, og þeirri þriðju 19-25.

Á morgun mætir KA liði Oslo Volley klukkan 9 á íslenskum tíma og verður leikurinn sýndur hér.

Önnur úrslit frá því í dag:

Riðill A:

Brøndby VK (Danmörk) – Oslo Volley (Noregur): 3-0.

Riðill B:

Engelholm VS (Svíþjóð) – Team Køge Volley (Danmörk): 3-0.

Engelholm VS (Svíþjóð) – TopVolley Norge (Noregur): 1-3.