[sam_zone id=1]

NEVZA kk: KA leikur um 5.-6. sætið og Marienlyst um gullið

Öðrum degi NEVZA móts félagsliða karla lauk í dag í Ishøj í Danmörku. KA er á meðal keppnisliða ásamt Ævarri Frey Birgissyni, leikmanni Boldklubben Marienlyst.

KA mættu IBB Polonia London í leik sem þeir þurftu að vinna 3-0 eða 3-1 til að komast í undanúrslit. Leikurinn hófst erfiðlega fyrir KA þar sem Polonia vann fyrstu hrinuna 17-25. KA svöruðu hins vegar með sigri í annarri hrinunni, 25-23.

Allt leit út fyrir að KA myndi sigla sigrinum í þriðju hrinunni í hús þar sem þeir leiddu 16-10. Þá áttu þeir mjög slæman kafla og unnu Polonia hrinuna 19-25 og undanúrslitadraumurinn því úti.

Þeir voru þó ekki tilbúnir til þess að gefast upp og unnu fjórðu hrinuna 25-20. Oddahrinan var mjög spennandi og lauk með minnsta mun. 15-13, KA í vil.

Þeir leika því um 5.-6. sætið klukkan 9 á íslenskum tíma á morgun, sunnudag, og verður leikurinn sýndur hér.

Ævarr og félagar í Marienlyst voru hins vegar komnir í undanúrslit eftir leiki gærdagsins. Þeir mættu samlöndum sínum frá Hvidovre en liðin berjast um toppsætin í dönsku úrvalsdeildinni um þessar mundir.

Marienlyst hófu leikinn á sterkum 26-24 sigri í fyrstu hrinunni en slökuðu svo á í þeirri annarri og töpuðu henni 18-25. Þriðju hrinuna unnu Marienlyst 25-22 og þá fjórðu unnu þeir einnig, 25-21, og leikinn þar með 3-1. Marienlyst voru þar með komnir í úrslitaleikinn sem fer fram klukkan 13:30 á íslenskum tíma á morgun, sunnudag. Þar mæta þeir liði IBB Polonia London, sem KA unnu í fimm hrinum í dag. Leikurinn verður sýndur á Volley TV.

Önnur úrslit frá því í dag:

A riðill:

Randaberg VK (Noregur) – Ishøj Volley (Danmörk): 3-0

Undanúrslit:

IBB Polonia London (England) – Randaberg VK (Noregur): 3-1