[sam_zone id=1]

Jordan Darlington til liðs við Álftanes

Karlalið Álftaness hefur fengið nýjan leikmann til liðs við sig fyrir seinni hluta tímabilsins.

Jordan Darlington mun leika með liði Álftaness það sem eftir er af tímabilinu. Jordan er fæddur 1992 og hefur leikið í háskólablakinu í Kanada. Hann er 193 cm á hæð og leikur sem miðjumaður. Stökkkraftur Jordans er gríðarlegur og mun hann styrkja lið Álftaness mikið í sókn og hávörn.

Jordan kom til landsins í fyrra þegar Stjarnan hélt alþjóðlegt boðsmót, Stjarnan International Invitational, þá sem leikmaður Goonies United. Álftanes mætir HK laugardaginn 16. febrúar og mun það væntanlega verða fyrsti leikur Jordans með liðinu en hann er nú þegar kominn til landsins.