[sam_zone id=1]

Calais með stórsigur á nágrönnunum í Dunkerque

Það var nágrannaslagur í Frakklandi í gær þegar Calais tók á móti Dunkerque í frönsku N2 deildinni. Fyrirfram var búist við sigri Calais enda liðið á toppi deildarinnar á meðan andstæðingarnir voru í næstneðsta sæti og höfðu einungis unnið tvo leiki í vetur.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Calais og með góðum uppgjöfum og sterkri hávörn náðu þeir 8-1 forystu við fyrsta tæknihlé. Calais hélt áfram að þjarma að Dunkerque sem sýndi litla mótspyrnu og unnu Calais hrinuna stórt 25-10.
Önnur hrinan var svipuð og sú fyrsta þar sem Calais réð ferðinni allan tímann og átti Dunkerque fá svör við sterkum leik heimamanna. Það skilaði sér í enþá stærri sigri 25-9.

Dunkerque tóku aðeins við sér í síðustu hrinunni og sýndu smá lífsmark, þeir náðu að hanga betur í heimamönnum og voru að sýna betri takta enn í fyrstu tveimur hrinunum. Það dugði þó ekki til og vann Calais einnig þriðju hrinuna 25-16 og þar með leikinn 3-0.

Hafsteinn Valdimarsson spilaði allan leikinn og átti hann fínan leik þó hann hafi haft hægt um sig í sóknarleiknum að þessu sinni.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu í deildinni má sjá hér.