[sam_zone id=1]

Ársþing BLÍ þann 29. mars

Ársþing BLÍ verður haldið þann 29.mars næstkomandi.

Ársþing BLÍ er haldið árlega og hefur stjórn Blaksambandins ákveðið að þingið verði föstudaginn 29. mars nk. Á þess ársþingi verður kosið um formann BLÍ en núverandi formaður, Jason Ívarsson, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram en Jason hefur verið formaður Blaksambandsins í að verða 14 ár, frá árinu 2005.

Formaður BLÍ er kosinn til tveggja ára í senn. Á hverju ári er kosið um tvö sæti í stjórn og að þessu sinni ganga Árni Jón Eggertsson og Andri Hnikarr Jónsson úr stjórn. Ekki liggur fyrir hvort þeir gefi kost á sér áfram í stjórn BLÍ. Þá er einnig kosið um þrjá varamenn í stjórn á hverju ársþingi.

Samkvæmt lögum BLÍ þarf að tilkynna um framboð til embættis formanns og stjórnar BLÍ 14 dögum fyrir þing. Framboðum skal skila á skrifstofu BLÍ eða með tölvupósti til bli@bli.is

Frétt tekin af vef Blaksambandins www.bli.is