[sam_zone id=1]

Meistaradeild kvenna: Conegliano með endurkomusigur á Schwerin

Fjórða umferð meistaradeildar kvenna fór fram í vikunni og eru línur farnar að skýrast í riðlunum eftir þessa umferð. Flestir leikirinir voru eftir bókinni í þessari umferð og lítið um óvænt úrslit.

Það var þó spenna á ítalíu þegar heimaliðið Conegliano mætti þýska liðinu Schwerin. Schwerin hafði komið ítalska liðinu á óvart í fyrri leik þessara liða þegar þær gerðu sér lítið fyrir og skelltu ítölunum 3-0 á heimavelli.
Það voru einmitt gestirnir frá þýskalandi sem byrjuðu betur og unnu tvær fyrstu hrinur leiksins og voru því komnar í góða stöðu. Þá rankaði ítalska liðið við sér og vann næstu tvær hrinurnar og tryggði sér þar með oddahrinu. Í oddahrinunni var það heimaliðið sem var sterkara og vann oddahrinuna 15-7 og tryggði sér þar með 3-2 sigur í leiknum.

Þýsku liðin eru að standa sig vel í keppninni í ár en í A-riðli unnu Stuttgart sinn þriðja leik en þær báru sigurorð af franska liðinu Beziers 3-0 á útivelli og eru í góðri stöðu með að tryggja sig áfram í næstu umferð sem eitt af þremur bestu liðunum í öðru sæti riðilsins.

Úrslit vikunnar:

A-riðill

Vakifbank Istanbul-Maritza Plovdiv 3-0 (25-19, 25-17, 25-19)
Stigahæstar: Lonneke Slöetjes Istanbul 19 stig, Miroslava Paskova Plovdiv 14 stig.

Beziers VB-Allianz MTV Stuttgart 0-3 (19-25, 20-25, 16-25)
Stigahæstar: Jana Poll Stuttgart 14 stig, Juliette Fidon Beziers 11 stig.

B-riðill

Eczacibasi Vitra Istanbul-Hameenlinna 3-0 (25-17, 25-7, 25-20)
Stigahæstar: Kim Yeon-Koung Istanbul 22 stig, Maeva Orle Hameenlinna 9 stig.

Dinamo Kazan-Uralochka NTMK Ekaterinburg 3-0 (25-19, 25-17, 25-21)
Stigahæstar: Tatiana Kadochkina Kazan 15 stig, Diana Balai Ekaterinburg 12 stig.

C-riðill

Igor Gorgonzola Novara-Minchanka Minsk 3-0 (25-16, 25-13, 25-19)
Stigahæstar: Paula Nizetich Novara 16 stig, Anisova Bohdana Minsk 6 stig.

RC Cannes-Budowlani Lodz 2-3 (25-18, 23-25, 25-22, 18-25, 8-15)
Stigahæstar: Jovana Brakocevic Lodz 32 stig, Liljana Rankovic Cannes 23 stig.

D-riðill

Imoco Volley Conegliano-SSC Palmberg Schwerin 3-2 (23-25, 24-26, 25-19, 25-19, 15-7)
Stigahæstar: Karsta Lowe Conegliano 21 stig, Kimberly Drewniok Schwerin 18 stig.

LKS Cemmercecon Lodz-Savino Del Bene Scandicci 0-3 (21-25, 22-25, 17-25)
Stigahæstar: Isabelle Haak Scandicci 21 stig, Monika Bociek Lodz 15 stig.

E-riðill

Dinamo Moscow-CSM Bucuresti 3-1 (25-18, 25-20, 14-25, 25-15)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Dinamo 24 stig, Maret Balkenstein Bucuresti 16 stig.

Chemik Police-Fenerbahce Opet Istanbul 0-3 (24-26, 20-25, 15-25)
Stigahæstar: Samantha Ramos Fenerbache 19 stig, Bianka Busa Chemik 8 stig.

Nánari upplýsingar um stöðu og úrslit leikja má finna hér.