[sam_zone id=1]

KA leikur á NEVZA um helgina

Karla- og kvennalið KA taka þátt í Norður-Evrópumóti félagsliða um helgina.

Í karlaflokki eru tveir riðlar sem báðir eru haldnir í Ishøj í Danmörku. Þar leikur KA í B-riðli með IBB Polonia frá London og BK Marienlyst frá Odense. Með liði Marienlyst leikur Ævarr Freyr Birgisson, fyrrverandi leikmaður KA.

Keppni hefst á morgun og mætir KA þá liði Marienlyst klukkan 13:45 á íslenskum tíma. Þeir mæta svo liði Polonia klukkan 11:15 á laugardag og þá kemur í ljós hvaða lið fara áfram í undanúrslit keppninnar. Undanúrslit fara fram seinnipart laugardags en úrslitaleikur og bronsleikur fara fram á sunnudag. Auk þess fer leikurinn um 5.-6. sæti fram á sunnudag.

Kvennaliðið leikur í Ängelholm í Svíþjóð og þar verða einnig leiknir tveir riðlar. KA mætir þar liðum Oslo Volley frá Noregi og Brøndby frá Danmörku. Fyrri leikur KA er gegn Brøndby klukkan 13:45 á föstudag og liðið mætir svo Oslo Volley klukkan 11:15 á laugardag.

Sama fyrirkomulag er á leikjum kvennamegin eins og hjá körlunum. Undanúrslit verða leikin seinnipart laugardags og svo verður leikið um sæti á sunnudag.

Streymi frá leikjunum verða vonandi aðgengileg og munum við auglýsa það betur þegar að því kemur.