[sam_zone id=1]

Tvö töp hjá Tromsø um helgina

Um helgina átti íslendingaliðið Tromsø með Kristján og Mána innanborðs tvo erfiða útileiki gegn Viking og Førde. Kristján var því miður veikur og gat því ekki leikið með liðinu um helgina og bættist þarmeð a frekar langan meiðsla/veikinda lista liðsins.

Tromsø mætti Førde á laugardeginum og var um erfiðan leik að ræða hjá Tromsø liðinu en þeir töpuðu 3-0.
Fyrsta hrinan var jöfn til að byrja með en þegar að leið á hrinuna þá sigu Førde menn framúr og unnu 25-20. Önnur hrinan byrjaði eins og sú fyrsta en í þetta skiptið voru það Tromsø menn sem að sigu framúr um miðja hrinu, þeir náðu því miður ekki að halda það út og Førde voru sterkari í lokinn og unnu 26-24. Førde menn voru svo alltaf sterkari í síðustu hrinunni og unnu hana 25-18. Eins og áður segir var Kristján ekki með en Máni spilaði allan leikinn og stóð sig vel.

Daginn eftir mætti liðið svo Viking, Tromsø menn mættu ákveðnir til leiks og um miðja hrinu voru þeir komnir 18-12 yfir, Viking gáfust þó ekki upp og unnu afgangin af hrinunni 13-3 og þarmeð hrinuna 25-21.
Tromsø menn héldu áfram að spila vel í annari hrinunni og leiddu lengi vel með 3-4 stigum en eins og áður þessa helgina voru þeir ekki nógu sterkir á lokasprettinum og töpuðu 28-26.
Tromsø eins og svo oft áður þessa helgina byrjuðu betur og voru komnir vel yfir um miðja hrinu, í þetta skiptið hinsvegar gáfu þeir ekkert eftir og unnu hrinuna 25-20.
Við þetta tap virtust hinsvegar Viking menn vakna aftur til lífsins því að þeir voru mun betra liðið alla fjórðu hrinuna og unnu hana 25-17.
Máni var í byrjunarliðinu og stóð sig vel og gerði meðal annars 3 stig.

En eftir leikinn er Tromsø í 3-4. sæti.