[sam_zone id=1]

Öruggur sigur Haching gegn Friedrichshafen

Hristiyan Dimitrov og félagar í AlpenVolleys Haching II mættu í gær botnliði Volley Youngstars Friedrichshafen í þýsku annarri deildinni suður.

Það var ekki búist við mikilli mótspyrnu frá Friedrichshafen þar sem þeir hafa ekki unnið einn einasta leik á tímabilinu. Eftir erfiða byrjun tókst Haching að vinna sig til baka og vinna leikinn 3-1 (22-25, 25-19, 25-19 og 25-20).

Haching eru nú jafnir í 6.-8. sæti deildarinnar með 25 stig eftir 16 leiki. Þeir eiga leik til góða á flest liðin fyrir ofan þá svo þeir eiga möguleika á að klífa eitthvað hærra upp töfluna með góðum úrslitum í næstu leikjum. Næsti leikur þeirra er næstkomandi sunnudag gegn #RotesRudel Fellbach en þeir eru í næstneðsta sæti deildarinnar.